Bannmerking einstaklinga

Bannmerking fyrir einstaklinga

Hjá Þjóðskrá getur fólk undanþegið sig því að vera á úrtakslistum úr þjóðskrá vegna markaðsstarfsemi með því að óska eftir að vera skráð á svokallaða bannskrá í þjóðskrá.

Einstaklingar sem eru skráðir á bannskrá koma t.d. ekki fram á úrtakslistum úr þjóðskrá sem kann að vera beitt í markaðssetningarskyni eða öðrum úrtökum sem byggja á skrám þar sem veitt hefur verið heimild til notkunar á skránni í markaðssetningarskyni. Rannsóknir sem falla undir vísindarannsóknir eru undanskildar. Óheimilt er að senda markpóst til barna, en heimilt er að senda markaðsefni til foreldra barna að því gefnu að þeir séu ekki skráðir á bannskrá.

Á Mínum síðum á Ísland.is getur þú séð hvort þú ert bannmerkt/ur í þjóðskrá. Þjóðskrá tekur við kvörtunum um að bannmerking hafi ekki verið virt og þarf þá að gefa upp upplýsingar um þann sem kvartar og þann aðila sem kvörtun beinist að. Mun Þjóðskrá þá kanna hvort viðkomandi úrtaksaðili hafi heimild til að framkvæma úrtak.

Bannmerkingar í símaskrá byggja á lögum um fjarskipti og þarf að skrá sérstaklega hjá símafyrirtækjum.

Skoða skráningu í þjóðskrá á Ísland.is

Á mínum síðum á Ísland.is má sjá skráð yfirlit yfir bannmerkingu og fleira samkvæmt þjóðskrá.

Mínar síður á Ísland.is

Kvörtun vegna bannmerkingar

Senda má inn kvörtun ef þú telur að bannmerking hafi ekki verið virt.

Senda kvörtun

Reglur um bannskrá

Reglur nr. 36/2005 um skráningu einstaklinga, sem andmæla því að nöfn þeirra séu notuð í markaðssetningarstarfsemi og notkun slíkrar skrár.

Vefur Persónuverndar

Óumbeðin fjarskipti

Umfjöllun um óumbeðin fjarskipti má finna á vef Póst- og fjarskiptastofnunar.

Vefur PFS