Skráning á kerfiskennitöluskrá er eingöngu fyrir einstaklinga sem dvelja skemur en 3-6 mánuði á Íslandi eða munu ekki dvelja hér á landi. Skráningin veitir engin réttindi. Eingöngu opinberir aðilar geta sótt um kerfiskennitölur fyrir erlenda ríkisborgara.
Tilgangur kerfiskennitölu
Almennt viðmið um útgáfu kerfiskennitölu á kerfiskennitöluskrá (áður utangarðsskrá) er að kerfisleg þörf er á einkvæmu auðkenni gagnvart hinu opinbera. Það getur til að mynda verið nauðsynlegt að geta aðgreint einstaklinga svo unnt sé að skiptast á upplýsingum um einstakling við aðrar stofnanir eða fyrirtæki, eins ef lög, reglur eða reglugerðir kveða á um nauðsyn kennitölu.
Umsóknarferli
Viðeigandi opinber aðili sækir um skráningu á kerfiskennitöluskrá og þar með útgáfu á kerfiskennitölu, rafrænt á vef Þjóðskrár. Athugið að afrit af vegabréfi eða löggiltu ferðaskilríki þess sem sótt er um kennitölu fyrir þarf að fylgja með umsókninni og vera í gildi á þeim tíma sem sótt er um.