Au-pair og sjálfboðaliðar
Afgreiðslutími umsókna um lögheimilisskráningu á Íslandi er allt að fimm virkir dagar eftir að öllum fullnægjandi gögnum hefur verið skilað inn.
Allir umsækjendur þurfa að skila inn afriti/mynd af vegabréf eða löggildu skilríki sem á að minnsta kosti 6 mánuði eftir af gildistíma. Mæta þarf í eigin persónu á skráningarstað og framvísa frumriti ferðaskilríkis sem og fæðingarvottorðs og/eða hjúskaparstöðuvottorðs.
Einstaklingar sem koma hingað til lands til að vinna fyrir viðurkennd sjálfboðasamtök eða ætla að dvelja sem au-pair hjá fjölskyldu á Íslandi.
Umsækjandi skal sjálfur fylla út umsóknina og gefa upp sitt eigið netfang, því skráningarvottorð er sent með tölvupósti að skráningu lokinni.
Eftirtalin gögn þarf að senda með umsókn:
- Afrit/mynd af vegabréfi eða löggiltu ferðaskilríki sem á að minnsta kosti 6 mánuði eftir af gildistíma.
- Staðfesting á sjúkratryggingu. Ferðatrygging er ekki fullnægjandi.
- Fullnægjandi samningur á milli umsækjanda og AuPair vinnuveitanda eða viðurkenndra sjálfboðaliðasamtaka.
Valkvætt er að senda eftirfarandi gögn með umsókn:
- Fæðingarvottorð.
- Hjúskaparstöðuvottorð. Einstaklingar eru hvattir til að skila inn hjúskaparstöðuvottorði sínu því hjúskaparstöðuskráning getur haft áhrif á réttindi einstaklinga, og eftir atvikum barna þeirra.
Við komu til landsins þarf að mæta í eigin persónu á skráningarstað og framvísa frumritum eftirfarandi gagna:
- Vegabréf eða löggilt ferðaskilríki sem á að minnsta kosti 6 mánuði eftir af gildistíma.
- Fæðingarvottorð og/eða hjúskaparstöðuvottorð hafi þeim verið skilað inn í umsóknarferlinu sjálfu.
Umsókn er ekki tekin til vinnslu fyrr en öll gögn hafa borist og umsækjandi komið á skráningarstað og framvísað vegabréfi og öðrum nauðsynlegum gögnum.