Lágmarksframfærsluskilyrði

EES eða EFTA ríkisborgarar sem hyggjast sækja um lögheimilisskráningu á Íslandi þurfa að sýna fram á framfærslugetu í a.m.k. þrjá mánuði frá skráningardegi. Athugið að reiðufé telst ekki fullnægjandi staðfesting á framfærslu. Framfærsluupphæðin miðast við upphæð fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar.

Hér má sjá lágmarksframfærsluupphæð eftir flokkum:

    • Mánaðarleg lágmarksframfærsla er 247.572 kr.
    • Þriggja mánaða lágmarksframfærsla er því 742.716 kr.
    Launþegar þurfa að sýna fram á að þeir hafi a.m.k. 247.572 kr. í laun á mánuði í a.m.k. þrjá mánuði. Einstaklingar sem koma á eigin framfærslu þurfa að sýna að þeir eigi a.m.k. 742.716 kr. til að framfleyta sér.
    • Samanlögð mánaðarleg lágmarksframfærsla er 396.115 kr.
    • Þriggja mánaða lágmarksframfærsla er því 1.188.345 kr.

    Séu hjón launþegar, bæði eða annað þeirra, þá þurfa þau að vera með a.m.k. 396.115 kr. í samanlögð mánaðarlaun í a.m.k. þrjá mánuði. Hjón sem koma hingað til lands á eigin framfærslu þurfa að sýna að þau eigi samanlagt a.m.k. 1.188.345 kr. til að framfleyta sér.

    • Mánaðarleg lágmarksframfærsla er 123.786 kr.
    • Þriggja mánaða lágmarksframfærsla er því 371.358 kr.

    Sé einstaklingurinn alveg á framfæri foreldra sinna þá bætist fyrrgreind upphæð við framfærsluupphæð foreldranna. Framfærsluviðmið hækkar ekki sé um að ræða börn yngri en 18 ára.

  • Sé um að ræða einstakling sem er eldri er 21 árs sem mun dvelja hjá ættingja sínum (einstaklingi) og vera á framfæri hans, þá er...

    • Mánaðarleg lágmarksframfærsla ættingjans 456.163 kr.
    • Þriggja mánaða lágmarksframfærslan er því 1.368.489 kr.

    Sé um að ræða einstakling sem er eldri er 21 árs sem mun dvelja hjá ættingjum sínum (hjón) og vera á framfæri þeirra, þá er...

    • Mánaðarleg lágmarksframfærsla hjónanna 604.706 kr.
    • Þriggja mánaða lágmarksframfærslan er því 1.814.118 kr.

Upphæðir fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar

Skilyrði um framfærsluviðmið taka mið af fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar. 

Fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar