Tímabundið aðsetur

Athugið!
Með tímabundinni aðsetursskráningu heldur einstaklingur lögheimili sínu og þeim réttindum sem því fylgja en skráir aðsetur þar sem hann dvelur.

Aðsetur innanlands

Skráning aðseturs innanlands er heimil þeim sem þurfa vegna:

  • Náms
  • Veikinda
  • Vegna starfa alþingismanna og ráðherra

Sé þess óskað á skráning aðseturs einnig við maka og börn umsækjanda. 

Sé grundvöllur aðsetursskráningar ekki lengur til staðar skal óskað eftir að hún verði felld niður í afgreiðslu Þjóðskrá í Borgartúni 21 eða skrá lögheimili úr landi og senda tölvupóst á skra@skra.is og óska eftir að aðsetur verði fellt niður.

Smelltu hér til að opna umsókn

  • Skilyrði: staðfesting á námi frá viðeigandi menntastofnun

    • Skráningin er heimil þeim sem vegna náms þurfa að búa annars staðar en á lögheimili sínu. 
    • Eingöngu hægt að skrá aðsetur í íbúðarhúsnæði innanlands

    Smelltu hér til að opna umsókn

  • Skilyrði: vottorð útgefið af lækni með starfsleyfi á Íslandi um nauðsyn dvalar.

    • Skráningin er heimil þeim sem vegna veikinda þurfa að búa annars staðar en á lögheimili sínu. 
    • Eingöngu hægt að skrá aðsetur í íbúðarhúsnæði innanlands.
    • Aðsetur skráð vegna starfa á Alþingi og ráðherraembættis
    • Heimilt er að halda lögheimili sínu á þeim stað sem viðkomandi höfðu fasta búsetu áður en tekið var við embætti
    • Eingöngu hægt að skrá aðsetur í íbúðarhúsnæði innanlands.

Aðsetur erlendis

Skráning aðseturs erlendis er heimil sem þurfa vegna: 

  • Náms
  • Veikinda
  • Starfa erlendis á vegum íslenska ríkisins
Sé þess óskað á skráning aðseturs einnig við maka og börn umsækjanda.
 

Ef grundvöllur aðsetursskráningar ekki lengur til staðar skal óskað eftir að hún verði felld niður í afgreiðslu Þjóðskrá í Borgartúni 21 eða skrá lögheimili úr landi og senda tölvupóst á skra@skra.is og óska eftir að aðsetur verði fellt niður.

Smelltu hér til að opna umsókn

  • Skilyrði:  staðfesting á námi frá viðeigandi háskóla eða hliðstæðri menntastofnun.

    • Gildistími skráningar er allt að 4 ár vegna náms erlendis.
    • Skráningin er heimil þeim sem vegna náms þurfa að búa annars staðar en á lögheimili sínu. 
    • Námsmaður þarf að hafa haft lögheimili samfellt á Íslandi í að minnsta kosti tvö ár áður en nám hófst.
    • Lögheimili þarf að vera skráð á Ísland ef aðsetur er erlendis.
    • Námsmenn á Norðurlöndum eiga ekki rétt á aðsetursskráningu samkvæmt Norðurlandasamningi. 
  • Skilyrði: vottorð útgefið af lækni með starfsleyfi á Íslandi um nauðsyn dvalarinnar.

    • Skráningin er heimil þeim sem vegna veikinda þurfa að búa annars staðar en á lögheimili sínu.
    • Gildistími 1 ár og nauðsynlegt er að framvís nýju vottorðu ef óskað er eftir framlengingu
    • Hafi aðsetur verið framlengt oftar er tvisvar sinnum er Þjóðskrá er heimilt að óska eftir staðfestingu frá búsetulandi á að lögheimili hafi ekki verið skráð þar.
    • Einstaklingar þarf að hafa haft lögheimili samfellt á Íslandi í að minnsta kosti tvö ár áður en veikindi hófust.
    • Ekki er hægt að hafa skráð lögheimili í því landi sem aðsetur er í
    • Námsmenn á Norðurlöndum eiga ekki rétt á aðsetursskráningu samkvæmt Norðurlandasamningi. 
  • Skilyrði: staðfesting frá sendiráði eða umræddri stofnun á að viðkomandi starfi í því landi sem aðsetur á að vera skráð.

    • Fyrir starfsfólk sendiráða, fastanefnda og ræðisskrifstofa alþjóðastofnana sem Ísland er aðili að
    • Lögheimili er áfram skráð á Íslandi og aðsetur er skráð í því landi sem starfað er í.

    Athugið – eingöngu íslenskir ríkisborgarar geta óskað eftir aðsetri á þessum forsendum.

Aðsetur vegna óviðráðanlegra atvika

Skráning aðseturs vegna óviðráðanlegra atvika er heimil þeim einstaklingum sem hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín að skipan yfirvalda vegna náttúruhamfara, saknæmrar háttsemi eða annarra óviðráðanlegra atvika geta óskað eftir að hafa skráð aðsetur í tímabundnu húsnæði. Þá er lögheimili áfram skráð í því húsnæði sem þurfti að yfirgefa og aðsetur er skráð samhliða í samræmi við tímabundna búsetu. Engin skilyrði eru á tegund húsnæðis sem aðsetur er skráð í.

Smelltu hér til að opna umsókn.

    • Ákvörðun lögreglustjóra um rýmingu húsnæðis á tilteknu svæði vegna hættuástands eða yfirvofandi hættuástands liggur fyrir og   
      einungis heimil einstaklingum sem ákvörðunin nær til og er tilgreint í fyrrnefndri ákvörðun.  

    • Bruni eða tilfallandi tjón á húsnæði sem krefst umfangsmikla viðgerða. Skilyrði er að staðfesting lögreglustjóra á brunanum eða frá viðkomandi tryggingafélagi liggi fyrir. 
    • Skráning gildir í 12 mánuði frá því að lögreglustjóri tilkynnir að skilyrði fyrir skráningunni sé ekki lengur fyrir hendi. 
    •  Sé grundvöllur aðsetursskráningar ekki lengur til staðar skulu einstaklingar sjálfir óska eftir að aðsetur verði fellt niður. 

Sérstakt aðsetur vegna búsetu í atvinnuhúsnæði

Einstaklingur sem er búsettur í atvinnuhúsnæði getur fengið skráð sérstakt aðsetur í samræmi við búsetu. 

Sé þess óskað að hafa skráð aðsetur í atvinnuhúsnæði þarf lögheimili að vera skráð ótilgreint í sama sveitarfélagi og atvinnuhúsnæðið. Ekki er hægt að skrá sérstakt aðsetur í atvinnuhúsnæði og hafa lögheimili í íbúðarhúsnæði á sama tíma.

Lögheimili þarf ekki að vera ótilgreint í sveitarfélagi þegar umsókn er send inn en því verður breytt samhliða skráningu aðseturs. 

Smelltu hér til að opna umsókn.

    • Nauðsynlegt er að skila inn staðfestingu á búsetu í atvinnuhúsnæði samhliða umsókn til að hægt sé að samþykkja umsóknina
    • Ef sérstakt aðsetur er skráð í atvinnuhúsnæði verður lögheimili ávallt skráð ótilgreint í sama sveitarfélagi
    • Skráning gildir í 12 mánuði og fellur niður að þeim tíma liðnum nema ný umsókn hafi borist fyrir þann tíma þar sem óskað er eftir að halda skráningu á sama heimilisfangi. 
     

Skoða skráningu í þjóðskrá á Ísland.is

Á mínum síðum á Ísland.is má sjá yfirlit yfir lögheimiliskráningu. 

Mínar síður á Ísland.is

Panta vottorð

Panta búsetuvottorð, fæðingarvottorð eða önnur vottorð frá Þjóðskrá.

Panta vottorð