Sambúðarslit
Ef einstaklingar eiga börn saman þá er þeim skylt að ákvarða hvernig fara eigi með forsjá barna áður en sambúð er slitið.Ef einstaklingar sem skráðir eru í sambúð í þjóðskrá flytja á sitthvort lögheimili með því að tilkynna um flutning þá slitnar sambúð sjálfkrafa.
Ef einstaklingar eiga hins vegar börn saman þá er þeim skylt að ákvarða hvernig fari með forsjá barns eða barna áður en sambúð er slitið og lögheimili breytt. Aðilar þurfa að leita til sýslumanns til þess að gera samkomulag um forsjá og lögheimili barns eða barna.
Sýslumaður sendir staðfest samkomulag til Þjóðskrár sem skráir sambúðarslit, breytir lögheimili ef við á og skráir ákvörðun um forsjá barns eða barna.
Sambúðarslit
Upplýsingar um sambúðarslit og þau atriði sem þarf að huga í huga má finna á vef Ísland.is
Sambúðarslit á vef Ísland.isSkoða hjúskaparstöðu í þjóðskrá á Ísland.is
Á mínum síðum á Ísland.is má meðal annars sjá yfirlit yfir hjúskaparstöðu eins og hún er skráð í þjóðskrá.
Mínar síður á Ísland.isForeldrar og forsjá
Ítarlegri upplýsingar um hvernig skráningar forsjáraðila fer fram og breytingar á skráningu.
Ítarlegri upplýsingar