Skrá í sambúð
Fólk sem er í samvistum og er með sama lögheimili en er ekki gift eða í óupplýstri hjúskaparstöðu getur skráð sig í sambúð. Skráningardagur í Þjóðskrá miðast samkvæmt lögum ávallt við móttöku dagsetningu beiðnar.
Ekki er hægt að skrá erlenda ríkisborgara með óupplýsta hjúskaparstöðu í sambúð. Til þess að unnt sé að skrá fólk með óupplýsta hjúskaparstöðu í sambúð þá þarf viðkomandi að upplýsa um hjúskaparstöðu með viðeigandi skjölum, t.d. hjúskaparstöðuvottorð frá heimalandi. Erlend hjúskaparstöðuvottorð mega ekki vera eldri en 6 mánaða.
Engin heildarlög gilda um skráða sambúð í þjóðskrá og það fer eftir aðstæðum og málaflokkum hver réttindi sambúðarfólks eru. Skráð sambúð í þjóðskrá hefur meðal annars áhrif á skráningu faðernis og forsjá barna í þjóðskrá. Sjá: Skráning barns
Skoða hjúskaparstöðu í þjóðskrá á Ísland.is
Á mínum síðum á Ísland.is má meðal annars sjá yfirlit yfir hjúskaparstöðu eins og hún er skráð í þjóðskrá.
Mínar síður á Ísland.is