Alþingiskosningar 2024
Hver er minn kjörstaður? Hér geta kjósendur kannað hvort og hvar þeir eru á kjörskrá í Alþingiskosningum 2024.
Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn og lögheimili kjósanda ásamt sveitarfélagi. Þá birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild.
Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili á viðmiðunardegi þann 29 október 2024.
Athugasemdir varðandi kjörskrá má senda á kosningar@skra.is
Skrifaðu kennitöluna þína í reitinn hér fyrir neðan til að sjá hvar þú átt að kjósa:
Vinsamlegast sláðu inn kennitölu.
Hver hefur kosningarétt í Alþingiskosningum, við forsetakjör og þjóðaratkvæðagreiðslum?
- Íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili hér á landi
- Íslenskur ríkisborgari, sem náð hefur 18 ára aldri og hefur ÁTT lögheimili hér á landi á kosningarrétt í sextán ár frá því að hann flytur lögheimili af landinu.
Eftir 16 ára búsetu erlendis skal sækja um til Þjóðskrár Íslands að vera tekinn á kjörskrá
- Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi, og hafa ekki fengið íslenskt ríkisfang, eru ekki með kosningarétt Alþingiskosningum, við forsetakjör og þjóðaratkvæðagreiðslum.
Frekari upplýsingar um kosningarétt