Námsmenn á Norðurlöndum
Athugið að þessi umsókn á eingöngu við um sveitarstjórnarkosningar
Námsmenn á Norðurlöndum þurfa að tilkynna það rafrænt til Þjóðskrár að þeir séu námsmenn til þess að vera teknir á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar.
Tilkynningunni þarf að fylgja:
- Staðfesting á námsvist.
Gert er ráð fyrir því að makar og skyldulið námsmanna tilkynni sig á sama hátt með tilvísun í viðkomandi námsmann. Senda þarf inn nýja tilkynningu fyrir hverjar sveitarstjórnarkosningar. Mikilvægt er að sækja um sem allra fyrst fyrir kosningar en í síðasta lagi 40 dögum fyrir kjördag, 4. apríl 2022.