Meðmælakerfi
Framboð geta safnað meðmælum á Ísland.is. Söfnunin er rafræn og því geta þeir sem vilja mæla með gert það inn á mínum síðum á Ísland.is.
Á mínum síðum á Ísland.is geta framboð séð hversu mörg gild meðmæli hafa borist eða hvort tilskildu markmiði sé náð eftir kjördæmi. Til að skoða stöðu meðmæla þarf að velja Mínar upplýsingar > Listar og þar undir Meðmælasöfnun. Þar er jafnframt hægt að eyða söfnun ef framboð vilja hætta við.
Einnig er hægt að safna meðmælum á pappír. Framboð geta sjálf slegið inn meðmæli af pappír í meðmælakerfið og þannig flýtt fyrir yfirferð og séð stöðu meðmæla. Ef meðmælum er safnað á pappír þá þarf að skila blöðunum til landskjörstjórnar þó að meðmæli hafi verið skráð í kerfið.
Hægt er að nálgast sniðmát og eyðublöð vef landskjörstjórnar hér.
Frekari upplýsingar og leiðbeiningar fyrir frambjóðendur má finna á kosning.is
Hlekkir vegna rafræna söfnun meðmæla: