Meðmælakerfi

Framboð geta safnað meðmælum á Ísland.is. Söfnunin er rafræn og því geta þeir sem vilja mæla með gert það inn á mínum síðum á Ísland.is.

Á mínum síðum á Ísland.is geta framboð séð hversu mörg gild meðmæli hafa borist eða hvort tilskildu markmiði sé náð eftir kjördæmi. Til að skoða stöðu meðmæla þarf að velja Mínar upplýsingar > Listar og þar undir Meðmælasöfnun. Þar er jafnframt hægt að eyða söfnun ef framboð vilja hætta við.  

Einnig er hægt að safna meðmælum á pappír. Framboð geta sjálf slegið inn meðmæli af pappír í meðmælakerfið og þannig flýtt fyrir yfirferð og séð stöðu meðmæla. Ef meðmælum er safnað á pappír þá þarf að skila blöðunum til landskjörstjórnar þó að meðmæli hafi verið skráð í kerfið. 

Hægt er að nálgast sniðmát og eyðublöð vef landskjörstjórnar hér

Frekari upplýsingar og leiðbeiningar fyrir frambjóðendur má finna á kosning.is

Hlekkir vegna rafræna söfnun meðmæla:

Spurt og svarað um meðmælakerfi

    • Forskilyrði er að búið sé að sækja um og fá úthlutað listabókstaf hjá Dómsmálaráðuneytinu. Upplýsa þarf skrifstofu landskjörstjórnar um að framboð hafi fengið listabókstaf.
    • Ef framboð eru skráð sem fyrirtæki og hafa fyrirtækjakennitölur þá eru það skráðir prókúruhafar þeirra kennitala sem geta stofnað meðmælasafnanir fyrir það framboð.
    • Ef framboð er stofnað á kennitölu einstaklings þá er sá hinn sami prókúruhafi og getur stofnað meðmælasöfnun á sína kennitölu.
  • Prókúruhafi/ar framboðs geta farið inn á island.is og valið „aðgangsstýringar“ og gefið öðrum einstaklingum umboð til að sýsla með meðmælasöfnun fyrir hönd þeirra.

    Dæmi um aðgerðir er að fylgjast með framgangi söfnunar, slá inn kennitölur meðmælenda sem safnað er á pappír.

  • Framboð hafa nú aðgang að virkni í meðmælakerfinu, í gegnum Mínar síður á island.is, til að slá inn kt. meðmælenda sem veita meðmæli sem safnað er á pappír.

    Mælt er með að framboðin slái inn þær kennitölur sem safnað er með reglulegu millibili í kerfið þar sem kerfið staðfestir réttmæti meðmælenda jafnóðum og framboð geta þannig séð réttari stöðu á fjölda meðmæla sem hafa safnast.

    Athugið að framboð verða að skila inn frumeintökum úr meðmælasöfnunum á pappír til Landskjörstjórnar þegar framboðum er skilað inn.

  • Verið er að slá inn kennitölu meðmælanda í kjördæmi sem hann hefur ekki heimild til að mæla með framboðum í.

Mínar síður á Ísland.is

Mínar síður