Athugið!
Skylt er að gefa barni nafn áður en það verður 6 mánaða gamalt.

Eftirfarandi gildir um börn búsett á Íslandi:

Forsjármenn tilkynna um nafngjöf barns. Ef forsjá barns er sameiginleg tilkynnir annar forsjáraðilinn nafngjöf og hinn forsjáraðilinn þarf að staðfesta skráninguna. Ef nafngjöf er ekki staðfest telst skráning ekki fullnægjandi og verður hafnað í þjóðskrá. Ef barn er skírt og forsjármenn hafa ekki tilkynnt nafngjöf til Þjóðskrár sér viðkomandi prestur eða forstöðumaður trúfélags um að senda tilkynningu um nafngjöf/skírn til Þjóðskrár.

Þau nöfn sem heimilt er að gefa barni eru á Mannanafnaskrá. Erlendir ríkisborgarar mega bera erlent nafn sem ekki er í skránni. Mannanafnanefnd úrskurðar um önnur nöfn. Ef gefa á barni nafn sem ekki er á mannanafnaskrá skal fylla út umsókn til mannanafnanefndar.

Ef foreldrar eru ekki í hjónabandi né skráð í sambúð í þjóðskrá við fæðingu barns er barn kennt til móður. Ef óskað er eftir því að kenna það til föður, þarf barnið að vera feðrað. Gengið er frá faðernisviðurkenningu hjá sýslumönnum (fæðingarvottorð þarf að hafa meðferðis frá Þjóðskrá) eða með því að fylla út eyðublað á vef Þjóðskrár. Einnig er barn feðrað ef foreldrar skrá sig í sambúð eða gifta sig eftir fæðingu þess. Kenninafni barns er síðan breytt til samræmis við tilkynningar um skírn eða nafngjöf. 

Erlendir ríkisborgarar, skráning nafns barns sem búsett er erlendis, Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis: sjá Barn fætt erlendis

Nafnið mitt

Skoða fullt nafn mitt á mínum síðum á Ísland.is

Sjá nánar

Meginreglur um mannanöfn

Skoða nánar reglur um mannanöfn

Sjá nánar

Mannanöfn á Ísland.is

Nafngiftir, íslensk nöfn og nafnareglur

Sjá nánar