Afhending vegabréfa
Umsækjandi fær tölvupóst þegar vegabréfið er tilbúið til afhendingar.
Hægt er að fá vegabréf afhent á fjóra vegu:
- Sótt í Hagkaup, Skeifunni 15, 108 Reykjavík. Opnunartími er allan sólarhringinn. Skilyrði fyrir afhendingu er að búið sé að ógilda eldra vegabréf á umsóknarstað.
- Sótt í afgreiðslu Þjóðskrár, Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Opnunartími er 10:00-15:00 alla virka daga.
- Sótt á umsóknarstað innanlands eða erlendis.
- Sent í ábyrgðarpósti í sérstökum tilfellum ef senda þarf erlendis.
Athugið að vegabréf eru framleidd hjá Þjóðskrá og því þarf að gera ráð fyrir lengri afhendingartíma ef umsækjandi vill sækja vegabréf á umsóknarstað.
Ef umsækjandi getur ekki sótt vegabréf sjálfur á afhendingarstað getur hann veitt öðrum umboð. Forsjáraðili verður að sækja vegabréf barns sjálfur nema hann veiti öðrum umboð til þess.
Vinsamlegast athugið að ef vegabréf er ekki sótt innan 6 mánaða er því fargað.