Umsóknarstaðir

Athugið!
Sótt er um vegabréf hjá sýslumannsembættum. Núna er hægt að panta tíma fyrir umsókn um vegabréf hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu

Umsóknarstaðir innanlands

Umsækjendur vegabréfa þurfa að mæta í eigin persónu á umsóknarstað innanlands eða erlendis.

Athugið að á sumrin getur verið mikið álag á umsóknarstöðum.

Það sem umsækjandi þarf að hafa með sér:

  • Eldra vegabréf.
  • Persónuskilríki með mynd, ökuskírteini eða nafnskírteini, ef eldra vegabréf er glatað.
  • Greiðslu fyrir vegabréfið. Sjá gjaldskrá vegabréfa.
  • Komist annar forsjáraðili barns undir 18 ára ekki með á umsóknarstað skal hann fylla út eyðublað V-901. Sjá vegabréf fyrir börn hér fyrir neðan.
  • Samþykki lögráðamanns þegar það á við.

Ef umsækjandi getur ekki með fullnægjandi hætti sannað á sér deili, er heimilt að gefa honum kost á að kveða til tvo lögráða einstaklinga, sem geta gert grein fyrir sér á fullnægjandi hátt og skulu þeir mæta með á umsóknarstað og votta og staðfesta með undirskrift sinni að umsækjandi sé sá sem hann segist vera. Athugið að vottar verða að vera með löggild skilríki með mynd.

Umsóknarstaðir erlendis

Umsækjendur vegabréfa þurfa að mæta í eigin persónu á umsóknarstað.

Hafa þarf samband við sendiráð og ræðismenn til að bóka tíma.

Það sem umsækjandi þarf að hafa með sér:

  • Eldra vegabréf.
  • Persónuskilríki með mynd, ökuskírteini eða nafnskírteini, ef eldra vegabréf er glatað.
  • Greiðslu fyrir vegabréfið. Gjaldskrá vegabréfa.
  • Komist annar forsjáraðili barns undir 18 ára ekki með á umsóknarstað skal hann fylla út eyðublað V-901.
  • Samþykki lögráðamanns þegar það á við.

Ef umsækjandi getur ekki með fullnægjandi hætti sannað á sér deili, er heimilt að gefa honum kost á að kveða til tvo lögráða einstaklinga, sem geta gert grein fyrir sér á fullnægjandi hátt og skulu þeir mæta með á umsóknarstað og votta og staðfesta með undirskrift sinni að umsækjandi sé sá sem hann segist vera. Athugið að vottar verða að vera með löggild skilríki með mynd.

Vegabréfið þitt

Þarftu/viltu vita gildistíma vegabréfsins þíns eða hvert númerið er á því?

Nánar á ísland.is

Ertu á leiðinni til útlanda?

Nokkrir mikilvægir punktar varðandi vegabréf

Skoða

Umsóknarstaðir innanlands

Sjá lista yfir umsóknarstaði innanlands

Nánar um umsóknarstaði innanlands

Umsóknarstaðir erlendis

Sjá nánar um útgáfu skilríkja erlendis

Nánar um umsóknarstaði erlendis

Lög og reglugerðir

Lög og reglugerðir um þjóðskrá, persónuskírteini og kjörskrá

Nánar um lög og reglugerðir