Skráning framboða í meðmælendakerfi

Frambjóðendur geta safnað meðmælum á Ísland.is. Söfnunin er rafræn og því geta þeir sem vilja mæla með gert það inn á mínum síðum á Ísland.is.

Á mínum síðum á Ísland.is geta framboð séð hversu mörg gild meðmæli hafa borist og hve mörg meðmæli vantar uppá eða hvort tilskildu markmiði sé náð eftir landsfjórðungi. Til að skoða stöðu meðmæla þarf að velja Mínar upplýsingar > Listar og þar undir Meðmælasöfnun. Þar er jafnframt hægt að eyða söfnun ef frambjóðandi vill hætta við.  

Einnig er hægt að safna meðmælum á pappír. Sú breyting hefur þó átt sér stað að frambjóðendur slá ekki sjálfir inn meðmæli af pappír inn í meðmælakerfið eins og áður hefur verið heldur skal afhenda meðmælalista (á pappír) til landskjörstjórnar að söfnun lokinni sem sinnir yfirferð. Ef safnað er meðmælum á pappír er mælst til þess að frambjóðendur skrái upplýsingar um meðmælendur í Excel skjal eða sambærilegt forrit og skili inn samhliða frumgögnunum. Hægt er að nálgast sniðmát og eyðublöð hér

Frekari upplýsingar og leiðbeiningar fyrir frambjóðendur má finna á kosning.is

Hlekkir vegna rafræna söfnun meðmæla:

Mínar síður á Ísland.is

Mínar síður