Gervigögn Þjóðskrár
Til aðgreiningar frá raunverulegum kennitölum innihalda kennitölur í gervigögnum stafina 14 og 15 í stafliðum 7 og 8 í hverri kennitölu.
Öll nöfn í Þjóðskrá – gervigögn eru valin af handahófi og innihalda hástafina ÞÍ til að gefa til kynna að um gervigögn sé að ræða.
Allar kennitölur eru valdar af handahófi og endurspegla ekki einstaklinga í Þjóðskrá. Þjóðskrá Íslands tekur ekki ábyrgð á notkun gervigagna.
Gögn
Gervigögn til notkunar við þróun og prófanir. Þjóðskrá – gervigögn inniheldur ekki raungögn úr Þjóðskrá. Þjóðskrá - gervigögn er ætlað fyrir þróunaraðila til prófunar fyrir kerfi sem nota þjóðskrá.
Til aðgreiningar frá raunverulegum kennitölum innihalda kennitölur í gervigögnum stafina 14 og 15 í stafliðum 7 og 8 í hverri kennitölu. Öll nöfn í Þjóðskrá – gervigögn eru valin af handahófi og innihalda hástafina ÞÍ til að gefa til kynna að um gervigögn sé að ræða. Allar kennitölur eru valdar af handahófi og endurspegla ekki einstaklinga í Þjóðskrá. Þjóðskrá Íslands tekur ekki ábyrgð á notkun gervigagna.
Gervigögn fyrir þróunaraðila þar sem íbúðanúmer, skipt búseta barna og dulið nafn er í gögnum í samræmi við breytta löggjöf. Breytingarnar munu eiga við um Grunnskrá, Viðbótarupplýsingar A og Viðbótarupplýsingar B. Breytt miðlun á raungögnum hefst í janúar 2022. Prufuskráin er dæmi um E36 skrá / Viðbótarupplýsingar B.
Í prufuskrá er meðal annars að finna upplýsingar um:
- Upplýsingar um íbúðanúmer er að finna í stafabili 3-6.
- Ótilgreint verður notað fyrir einstaklinga sem fá heimild til að dylja nafn sitt í miðlun.
- Upplýsingar um lögheimilisforeldri (kennitala lögheimilisforeldris) er að finna í stafabili 250-259. Var ónotað svæði í skrá.
- Upplýsingar um búsetuforeldri (kennitala búsetuforeldris) er að finna í stafabili 260-269. Var ónotað svæði í skrá.
Gervigögn til notkunar við þróun og prófanir.
Prufuskráin er dæmi um forsjárskrá eins og henni er miðlað. Miðlun á upplýsingum um forsjá hófst 8. Apríl 2022.