Sérvinnslur og keyptur aðgangur

Sérvinnslur og keyptur aðgangur

Nálgast má gögn úr þjóðskrá og fasteignaskrá hjá Þjóðskrá Íslands. Önnur gögn en þau sem eru aðgengileg á opnum vef Þjóðskrár Íslands þarf að sækja um aðgang að og greiða fyrir samkvæmt gjaldskrá. Hér að neðan má nálgast frekari upplýsingar um gögn úr þjóðskrá og fasteignaskrá.

Gjaldskrá Þjóðskrár Íslands

 • Með vefuppfletti og/eða rafrænum aðgangi að fasteignaskrá er boðið upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir. Í fasteignahluta fasteignaskrár kemur fram heiti eignar og greinitölur, fasteignamat, stærðir, heiti núverandi og fyrri eigenda ásamt fleiri upplýsingum. Hægt er að leita eftir landnúmeri, fasteignanúmeri eða heiti fasteignar. Þinglýsingarhluti fasteignaskrár hefur að geyma upplýsingar um þinglýsta eigendur og veðbandayfirlit fasteigna. Greitt er fyrir aðgang skv. gjaldskrá.  Nálgast má upplýsingar úr fasteignaskrá hjá Þjóðskrá Íslands eða miðlurum.

  Kaup á upplýsingum

  Hægt er að fá aðgang að fasteignaskrá hjá Þjóðskrá Íslands með þrennum hætti:

  • Vefuppfletti 
  • Vefþjónustuaðgangur 
   • Hægt er að tengja upplýsingar úr fasteignaskrá beint inn í önnur tölvukerfi með því að nýta vefþjónustu. Til þess að fá slíka tengingu þarf umsækjandi (fyrirtæki eða stofnun) að hafa rafræn skilríki frá viðurkenndum vottunaraðila til auðkenningar. Sækja um aðgang að vefþjónustu fasteignaskrá
  • FTP aðgangur 
   • FTP aðgangur er fyrir skilgreint mengi af fasteignaskrá sem fyrirtæki eða stofnun fær aðgang að. Greitt er fyrir hverja línu úr skránni. FTP afhending hefur eingöngu verið fyrir notendur í eigin starfsemi og ekki verið til miðlunar. 

  Gjaldskrá Þjóðskrár Íslands, gildir frá 1. febrúar 2018

  Listi yfir miðlara fasteignaskrár

  Eftirtaldir aðilar annast miðlun á upplýsingum úr fasteignaskrá:

  Sérvinnslur

  Hægt er að óska eftir sérvinnslum úr fasteignaskrá. Viðskiptavinur þarf þá að senda inn umsókn og skilgreina hvaða gögnum óskað er eftir. Greitt er fyrir vinnu starfsmanns ásamt gjaldi fyrir gögn samkvæmt gjaldskrá. 

  Gjaldskrá Þjóðskrár Íslands, gildir frá 1. febrúar 2018 

  Umsókn um sérvinnslu

 • Í þjóðskrá eru meðal annars skráðar kennitölur manna, nöfn þeirra, kyn, hjúskaparstaða, börn, lögheimili, aðsetur ef við á, fæðingarstaður, ríkisfang, hvort fólk vilji fá sendan markpóst, skráning í trúfélag og fleira auk breytinga sem verða á þessum atriðum og öðrum högum manna.

  Kaup á upplýsingum

  Fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum stendur til boða að nota grunnskrá þjóðskrár vegna starfsemi sinnar. Í þessu felst að þegar tilteknar upplýsingar eru skráðar í tölvukerfi þjóðskrár, t.d. þegar fæðingarstofnun tilkynnir fæðingu barns, þá er barnið skráð í þjóðskrá og að því loknu birtist kennitala þess í uppflettingu hjá þeim sem hafa aðgang að skránni. 

  Sækja þarf um aðgang og gera samning við Þjóðskrá Íslands áður en gögn verða aðgengileg hjá miðlara. 

  X-801 Aðgangur að þjóðskrá - heildarskrá hjá miðlara

  X-803 Aðgangur að þjóðskrá - uppfletti hjá miðlara 

  Listi yfir miðlara þjóðskrá

  Advania

  Creditinfo 

  DK hugbúnaður ehf 

  Ferli ehf

     

  Origo 

  Þjóðskrá skiptist í þrjár skrár, grunnskrá þjóðskrár, utangarðsskrá og horfinnaskrá. Mismunandi tegundir eru að aðgangi sem sækja þarf sérstaklega um og inniheldur hver aðgangur mismikið af upplýsingum.

  Þjóðskrá - skilgreiningar á svæðum

  Úrtök úr þjóðskrá

  Úr þjóðskrá eru unnin úrtök annars vegar af hálfu Þjóðskrár Íslands og hins vegar af fyrirtækjum sem hafa heimild til úrtaksvinnslu samkvæmt samningi við stofnunina. Úrtök sem stofnunin vinnur eru m.a. íbúaskrár, kjörskrárstofnar, vottorð og sértækar vinnslur. Fyrirtæki sem hafa samning vinna úrtök til notkunar í skoðanakönnunum og/eða markaðsrannsóknum.

  Aðeins viðurkenndur úrtaksaðili hefur heimild til að framkvæma úrtök sem Þjóðskrá Íslands hefur samþykkt. Úrtök vegna kannana. Allar fyrirspurnir um framkvæmd úrtaksaðila við úrtak skal senda á urtok@skra.is

  Hjá Þjóðskrá Íslands getur fólk undanþegið sig því að vera á úrtakslistum með því að skrá sig á bannskrá.

  Rannsóknir sem falla undir vísindarannsóknir eru undanskildar enda háðar sérstöku leyfi Persónuverndar.

  Reglur nr. 36/2005 um bannskrá þjóðskrár og 21. gr. laga um persónuvernd nr. 90/2018

  Gjaldskrá Þjóðskrár Íslands, gildir frá 1. febrúar 2018

  Listi yfir úrtaksaðila:

  Advania 

  Creditinfo 

  Ferli ehf  

  Gallup GÍ rannsóknir ehf  

  Íslandspóstur hf

  Markaðsráð ehf

  MMR ehf

  Lýsing á skrá (tákntölur)

  Táknmál þjóðskrár

  Önnur upplýsingagjöf

  Upplýsingagjöf til að mynda vegna fyrirspurna sem berast bréfleiðis eða í síma eru ávallt metnar og hvert tilfelli metið fyrir sig. Upplýsingar um núverandi lögheimili einstaklinga, dánardag og fullt nafn (rithátt) eru dæmi um upplýsingar sem eru almennt veittar til þriðja aðila sé þess óskað. Upplýsingar um kennitölur, hjúskaparstöðu, maka o.s.frv. eru ekki veittar til þriðja aðila. 

  Einnig er bent á að hægt er að panta vottorð úr þjóðskrá