Viðskipti með atvinnuhúsnæði í apríl 2015

26.05.2015

Viðskipti með atvinnuhúsnæði í apríl 2015

Þjóðskrá Íslands birtir upplýsingar um umsvif á markaði með atvinnuhúsnæði.

Í apríl 2015 var 3 skjölum (kaupsamningum og afsölum) um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst. Heildarfasteignamat seldra eigna var 661 milljón króna. Af þessum skjölum var ekkert um verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Vegna verkfalls lögfræðinga hjá Sýslumanni á höfuðborgarsvæðinu hefur engum skjölum verið þinglýst frá 6. apríl síðastliðnum.

Á sama tíma var 32 skjölum (kaupsamningum og afsölum) um atvinnuhúsnæði utan höfuðborgarsvæðisins þinglýst. Heildarfasteignamat seldra eigna var 1.148 milljónir króna.

Á sama tíma voru 2 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu skráðir í kaupskrá. Heildarupphæð þeirra var 222 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 209 milljónir króna. Af þessum samningum var enginn um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Á sama tíma voru 18 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði utan höfuðborgarsvæðisins skráðir í kaupskrá. Heildarupphæð þeirra var 462 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 374 milljónir króna.

Meðfylgjandi Excel-skjal sýnir tímaröð með sömu upplýsingum, auk nánari sundurgreiningar.

Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Til baka