Vegna verkfalls lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu birtast nú vísitölur fyrir apríl, maí og júní ásamt verðupplýsingar fyrir sömu mánuði. Fréttin hér fyrir neðan á bara við júní, til þess að skoða apríl og maí þarf að fara í meðfylgjandi Excel skjöl.
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 142,3 stig í júní 2015 (janúar 2011=100) og lækkar um 1,9% frá fyrri mánuði. Síðastliðna 3 mánuði lækkaði vísitalan um 0,8% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 6,4%. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.
Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir herbergjafjölda og staðsetningu. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir 6 flokka íbúðarhúsnæðis. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 12 mánuði.
Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun leiguverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Þjóðskrá Íslands áskilur sér rétt til að endurskoða vísitöluna aftur í tímann í ljósi fyllri gagna eða fágaðri aðferðafræði. Vísitalan er ekki ætluð til að verðtryggja fjárskuldbindingar.
Tímaröð fyrir vísitöluna er hægt að skoða í Excel skjali.
Leiguverð
Teknar hafa verið saman upplýsingar um leiguverð eftir staðsetningu og stærðarflokkum fasteigna á landinu í júní 2015.
Í leigugagnagrunni Þjóðskrár eru 698 samningar sem þinglýst* var í júní 2015. Við úrvinnslu talnaupplýsinga um leiguverð var leigusamningum sem eru eldri en 60 daga við þinglýsingu*, samningum þar sem herbergjafjöldi íbúða er ekki þekktur, samningum um félagslegar íbúðir o.fl. sleppt. Talnaupplýsingar um leiguverð í júní 2015 eru því unnar upp úr 480 leigusamningum sem þinglýst var í júní 2015.
Eftirfarandi tafla sýnir meðalleiguverð á hvern fermetra í júní 2015 fyrir mismunandi stærðir íbúða og staðsetningu.
Stúdíó íbúð |
2 herbergja |
3 herbergja |
4-5 herbergja |
|
---|---|---|---|---|
Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar og Seltjarnarnes |
3412 |
2345 |
2057 |
1957 |
Reykjavík milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar |
2237 |
2341 |
1956 |
1752 |
Kópavogur |
- |
2083 |
1900 |
1558 |
Garðabær og Hafnarfjörður |
- |
2146 |
1786 |
1560 |
Grafarvogur, Grafarholt, Árbær, Norðlingaholt og Úlfarsárdalur |
- |
1847 |
1704 |
1503 |
Breiðholt |
- |
2008 |
1760 |
1614 |
Kjalarnes og Mosfellsbær |
- |
- |
- |
1412 |
Suðurnes |
- |
1248 |
1137 |
976 |
Vesturland |
- |
1402 |
1199 |
1101 |
Vestfirðir |
- |
- |
- |
- |
Norðurland nema Akureyri |
- |
1102 |
1136 |
758 |
Akureyri |
- |
1563 |
1562 |
1379 |
Austurland |
- |
- |
1230 |
969 |
Suðurland |
- |
1677 |
1478 |
972 |
Í Excel skjali eru sömu upplýsingar auk staðalfráviks, upplýsinga um fjölda leigusamninga, meðalbyggingarár og meðalflatarmál leigðra eigna í hverjum flokki auk eldri gagna. Meðaltöl eru birt ef þrír eða fleiri samningar eru í úrtaki flokks og staðalfrávik fyrir fimm eða fleiri samninga.
Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.
*Vegna verkfalls lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu var notast við móttökudag skjals í stað þinglýsingardags fyrir apríl, maí og júní 2015.