Þjóðskrá10. mars 2017

Ísland.is 10 ára

Þann 7. mars 2017 voru tíu ár síðan upplýsinga- og þjónustuveitan Ísland.is var opnuð

Þann 7. mars 2017 voru tíu ár síðan upplýsinga- og þjónustuveitan Ísland.is var opnuð. Margt hefur gerst á þessum árum en meðal þess sem boðið upp á eru mínar síður með persónulegu pósthólfi og aðgangi að nokkrum grunnskrám samfélagsins, innskráningarþjónusta, Íslykill, rafrænt íbúakosningakerfi og gátt til skráningar á heimagistingu. 

Meginmarkmið Ísland.is er að fólk og fyrirtæki geti fengið upplýsingar og notið margvíslegrar þjónustu hjá opinberum aðilum á einum stað í gegnum eina gátt.

Þjónusta á Ísland.is

Þjóðskrá Íslands, svið rafrænnar stjórnsýslu, sér um þróun og rekstur Ísland.is.


 

Forsíða Ísland.is 7. mars 2007.

 


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar