Þjóðskrá29. júní 2017

Uppbygging starfa á landsbyggðinni

Miðvikudaginn 7. júní 2017 stóð Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Akureyrarstofa fyrir málþingi sem hafði það markmið að hvetja stofnanir og fyrirtæki til að skoða þau tækifæri sem felast í að styrkja starfsstöðvar sínar á landsbyggðinni. Má þar nefna sem dæmi dreifða starfsemi með sérhæfingu og þekkingu á völdum stöðum eða með því að skilgreina störf án staðsetningar.

Miðvikudaginn 7. júní  2017 stóð Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Akureyrarstofa fyrir málþingi sem hafði það markmið að hvetja stofnanir og fyrirtæki  til að skoða þau tækifæri sem felast í að styrkja starfsstöðvar sínar á landsbyggðinni. Má þar nefna sem dæmi dreifða starfsemi með sérhæfingu og þekkingu á völdum stöðum eða með því að skilgreina störf án staðsetningar. 

Forstjóri Þjóðskrár Íslands, Margrét Hauksdóttir, flutti erindi um uppbyggingu starfsstöðvar Þjóðskrár Íslands á Akureyri. Þá lýsti Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri þeirri þróun sem orðið hefur frá því að embætti skattstjóra á landinu voru sameinuð undir ríkisskattstjóra. 

Frá árinu 2000 hefur starfsmönnum ÞÍ á Akureyri fjölgað úr 5 í 17. Svipuð þróun hefur verið hjá ÞÍ og embætti ríkisskattstjóra í þá átt að starfsstöðvar úti á landi færast frá því að sinna nærumhverfi eða sínu svæði yfir í að sinna sérhæfðum verkefnum á landsvísu. Í báðum erindum kom fram að rafræn stjórnsýsla er forsenda þess að þjónusta og skipulag gangi vel fyrir sig og að tilvist og uppbygging Háskólans á Akureyri skipti sköpum í þeim árangri sem hefur náðst við eflingu starfstöðvanna á Akureyri. 

Lokaerindi flutti Svavar Pálsson sýslumaður Norðurlands eystra og sagði hann frá stefnu dönsku ríkisstjórnarinnar að flytja sérvaldar stofnanir frá Kaupmannahöfn í smærri bæi á Jótlandi og Fjóni. 

Umræður voru góðar í lok fundar og ein niðurstaða hans var að margar vel heppnaðar fyrirmyndir séu til staðar sem og þekking á því hvernig standa megi að fjölgun og eflingu starfsstöðva á landsbyggðinni en stefnu stjórnvalda skorti í þessum efnum. 


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar