Starfsmenn Þjóðskrár héldu árlegan starfsdag eftir hádegi föstudaginn 17. nóvember.
Dagskrá hófst með því að Margrét Hauksdóttir forstjóri reifaði langtímastefnu ÞÍ 2018-2021, helstu áherslur, markmið og verkefni. Gerði hún grein fyrir stöðu verkefna sem sett voru fram í langtímastefnunni fyrir ári síðan. Að því loknu fór Aðalheiður Sigursveinsdóttir mannauðsstjóri yfir mannauð ÞÍ og vakti athygli á ýmsum lykilmælikvörðum. Tryggi Már Ingvarsson deildarstjóri og fulltrúi í jafnréttisnefnd fjallaði um jafnlaunavottun og jöfn tækifæri og Guðni Rúnar Gíslason viðskiptastjóri fór yfir ýmsar mælingar fyrir verkefnið um styttingu vinnuvikunnar, sem er tilraunaverkefni á vegum velferðarráðuneytis og BSRB. Þá fluttu tveir gestafyrirlesarar erindi. Pétur Arason ráðgjafi hjá Manino talaði um straumlínustjórnun og Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur beindi augum að því hvernig hver starfsmaður getur haft jákvæð áhrif á sínum vinnustað.
Starfsmenn ÞÍ á starfsdegi.