Þjóðskrá30. janúar 2018

Viðurkenning fyrir gott aðgengi á vef

Vefur Þjóðskrár Íslands skra.is hlaut sl. föstudag viðurkenningu fyrir gott aðgengi á vef á uppskeruhátíð vefiðnaðarins, Íslensku vefverðlaununum sem haldin var í Hörpu

Vefur Þjóðskrár Íslands skra.is hlaut sl. föstudag viðurkenningu fyrir gott aðgengi á vef á uppskeruhátíð vefiðnaðarins, Íslensku vefverðlaununum sem haldin var í Hörpu. Í umsögn dómnefndar að skra.is segir „einstaklega notendavænn og aðgengilegur vefur. Vefurinn fær toppeinkunn í aðgengisprófunum, eins gott, því þetta er vefur sem við þurfum öll að heimsækja einhvern tíma á lífsleiðinni.“ Að Íslensku vefverðlaununum standa Samtök vefiðnaðarins, SVEF.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar