Í fyrra voru 56.272 flutningar tilkynntir til Þjóðskrár Íslands sem er fækkun um 3,18% eða 1.847 tilkynningar frá árinu 2016. Eins og sjá má á súluritinu bárust flestar tilkynningar árið 2007 eða 60.391. Í efnahagshruninu árið 2008 fækkaði flutningstilkynningum niður í 51.160 sem gerir 15,3% fækkun milli áranna 2007 og 2008. Flutningstilkynningum fækkaði einnig árin 2009 og 2012 en undanfarin ár hefur flutningstilkynningum innanlands fjölgað að undanskyldu síðasta ári.
Þjóðskrá09. febrúar 2018
Flutningum innanlands fækkar um 3,2%
Í fyrra voru 56.272 flutningar tilkynntir til Þjóðskrár Íslands sem er fækkun um 3,18% eða 1.847 tilkynningar frá árinu 2016