Þjóðskrá Íslands hefur tekið upp breytt verklag við móttöku umsókna fyrir stofnun fasteigna. Nýtt verklag felst í því að allar umsóknir um stofnun nýrra fasteigna skulu sendar með rafrænum hætti í gegnum vef Þjóðskrár Íslands og á sama tíma skal gengið frá greiðslu. Fyrst um sinn gildir þetta þó ekki ef nýja fasteignin er ný landeign og skal þá áfram fylla út eyðublað F-550.
Umsókn um skráningu fasteigna í fasteignaskrá, má finna undir Umsóknir á skra.is og kemur í stað eldra eyðublaðs sem bar sama nafn, sjá eyðublað, F 551.
Athygli er jafnframt vakin á því að ný gjaldskrá tók gildi 1. febrúar 2018 með reglugerð nr. 11/2018. Gjald fyrir stofnun fasteigna frá og með 1. febrúar 2018 er kr. 34.000.