Þjóðskrá25. apríl 2018

Hverjir eiga viðskipti með íbúðarhúsnæði? - apríl 2018

Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman upplýsingar um hverjir eru að eiga viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman upplýsingar um hverjir eru að eiga viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Kaupendum og seljendum er skipt eftir því hvort þeir eru fyrirtæki eða einstaklingar og gögnin sett fram eftir ársfjórðungum til þess að minnka sveiflur af völdum mismikilla viðskipta í einstökum mánuðum.  

Mynd 1. Skipting viðskipta með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. 

 

Mynd 2.  Skipting viðskipta með íbúðarhúsnæði í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar. 

 

Meðfylgjandi Excel-skjal sýnir tímaröð með sömu upplýsingum.

Fyrstu kaupendur

Frá október 2015 hefur Þjóðskrá Íslands birt upplýsingar um fjölda þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Taldir eru þinglýstir kaupsamningar og afsöl um íbúðarhúsnæði án undangengins kaupsamnings og eignayfirlýsingar. Ekki eru taldar með eignatilfærslur byggðar á erfðum eða öðru slíku. Heimild til lægri stimpilgjalda vegna fyrstu kaupa hefur verið til staðar frá 1. júlí 2008. Af þessum sökum eru engar þinglýstar upplýsingar um fyrstu kaup fyrir þann tíma. Rannsókn á því hvort um fyrstu kaup var að ræða fór fram við móttöku skjala til þinglýsingar hjá sýslumönnum.

Upplýsingar um fyrstu kaup 1. ársfjórðung 2018

  Fjöldi kaupsamninga Þar af fyrstu kaup  Hlutfall fyrstu kaup 
 Höfuðborgarsvæðið  1823  459  25%
 Suðurnes  208  64  31%
 Vesturland  132  34  26%
 Vestfirðir  36  12  33%
 Norðurland vestra  27  2  7%
 Norðurland eystra  262  54  21%
 Austurland  76  22  29%
 Suðurland  215  49  23%

 

Meðfylgjandi Excel-skjal sýnir tímaröð með sömu upplýsingum frá 2008.

Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar