Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman upplýsingar um kynjaskiptingu íbúa sveitarfélaga og miðast tölurnar við 15. júlí sl. Nokkur breytileiki er í kynjaskiptingu íbúa og hlutfalli barna í sveitarfélögum. Ef horft er til hlutfalls karla þá er hæsta hlutfallið að finna í Fljótsdalshreppi en þar eru 54,8% íbúa karlar átján ára og eldri. Þess má geta að hlutfall kvenna á sama aldri er einungis 34,2% íbúa og hlutfall einstaklinga 18 ára og yngri er 11%. Það sveitarfélag sem státar af hlutfallslega flestu kvenfólki er Tjörneshreppur, með 50% en hlutfall karlmanna er 43,1% og hlutfall barna er einungis 6,9%. Mjög mikill breytileiki er í hlutfallslegum fjölda einstaklinga undir 18 ára aldri eftir sveitarfélögum. Hæst er hlutfallið í Reykhólahreppi en þar eru 27,2% skráðra íbúa átján ára og yngri. Næst kemur Grindavíkurbær með 26,5% skráðra íbúa undir átján ára. Með lægsta hlutfallið eru Árneshreppur með aðeins 2,2% skráðra íbúa undir átján ára aldri og Tjörneshreppur með 6,9% íbúa.
Þjóðskrá16. ágúst 2018
Aldurs- og kynjaskipting íbúa sveitarfélaga
Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman upplýsingar um kynjaskiptingu íbúa sveitarfélaga og miðast tölurnar við 15. júlí sl.