Samkvæmt Þjóðskrá Íslands stofnuðu 386 einstaklingar til hjúskapar í ágústmánuði en 90 einstaklingar skildu.
Hjúskapur
Ef horft er til síðustu missera þá hefur dregið nokkuð úr stofnun hjúskapar hér á landi. Að venju er júlí vinsælasti mánuður ársins en ágúst er næst vinsælastur. Í fyrra gengu 532 einstaklingar í hjúskap í ágústmánuði og 506 einstaklingar árið 2016. Árið 2017 var metár í fjölda giftinga hér á landi.
Skilnaðir
Að jafnaði skráðu 115 einstaklingar sig úr hjúskap í hverjum mánuði á síðasta ári en nú í ár er fjöldinn 101 einstaklingur.
Þjóðskrá Íslands birtir hér eftir upplýsingar mánaðarlega um stofnun hjúskapar og lögskilnaði samkvæmt skráningu þjóðskrár.