Vegna misnotkunar á þjóðskrá

08.10.2018

Vegna misnotkunar á þjóðskrá

Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarið hafa tölvuþrjótar sent út tölvupósta í nafni lögreglu og í því ferli notað þjóðskrá til fletta upp kennitölum einstaklinga sem falla fyrir gildrunni. Fyrstu viðbrögð Þjóðskrár Íslands við þessu felast í því að tilkynna um öryggisbrest til Persónuverndar þar sem svo virðist sem viðkomandi aðilar hafi haft aðgang að útgáfu að þjóðskrá. 

Jafnframt hafa þeir aðilar sem miðla þjóðskránni fengið tilkynningu frá Þjóðskrá Íslands þar sem ítrekað er mikilvægi þess að öllum skilmálum um notkun þjóðskrár sé fylgt og að öll afhending til þriðja aðila sé bönnuð án heimildar og að brot á því verði tilkynnt til Persónuverndar.


Til baka