Þjóðskrá30. október 2018

Starfsdagur hjá Þjóðskrá Íslands 2018

Starfsmenn Þjóðskrár Ísland héldu árlegan starfsdag eftir hádegi föstudaginn 26. október.

Starfsmenn Þjóðskrár Ísland héldu árlegan starfsdag eftir hádegi föstudaginn 26. október. Að þessu sinni var áhersla lögð á þjónustu, hvernig mætti bæta þjónustu og hvernig starfsfólk stofnunarinnar nálgast þjónustuhlutverk sitt í starfi.

Dagskrá hófst með því að Margrét Hauksdóttir forstjóri reifaði stefnu og nýtt skipurit Þjóðskrár Íslands undir yfirskriftinni Að hverju skal stefnt. Næst tók til máls Aðalheiður Sigursveinsdóttir mannauðsstjóri sem fór yfir ýmsa lykilmælikvarða og árangur í mannauðsmálum frá síðastliðnu ári.

Þau Jónas P. Ólason, Hermann Herbertsson, Gígja Hjaltadóttir og Júlía Þorvaldsdóttir frá Þjóðskrá Íslands héldu erindi um upplifun þeirra af góðri þjónustu en einnig fluttu tveir gestafyrirlesarar erindi. Kristinn Tryggvi Gunnarsson viðskiptastjóri hjá FranklinCovey á Íslandi talaði um þjónustustjórnun og Pálmar Ragnarsson íþróttaþjálfari flutti erindi um jákvæð samskipti.

Starfsfólk Þjóðskrár Íslands.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar