Þjóðskrá02. nóvember 2018

Íbúafjöldi eftir sveitarfélögum - nóvember 2018

Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 2.795 á tímabilinu frá 1. desember 2017 til 1. nóvember sl.

Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 2.795 á tímabilinu frá 1. desember 2017 til 1. nóvember sl. Hlutfallsleg aukning var um 1,9% í höfuðborginni. Það sveitarfélag sem kom næst í fjölgun íbúa var Reykjanesbær með 1.081 einstakling sem er 6,1% fjölgun í bæjarfélaginu frá 1. desember 2017. 

Íbúum fjölgar hlutfallslega mest í Mýrdalshreppi

Hlutfallsleg aukning var mest í Mýrdalshreppi eða um 10,9% en íbúum þar fjölgaði úr 626 í 694.  Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði íbúum mest í Mosfellsbæ eða um 8,1% á umræddu tímabili eða um 852. 
Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Norðurþingi eða um 7,2% og í Reykhólahreppi um 6,5%. 
Þess má geta að af öllum 72 sveitarfélögum landsins þá fækkaði íbúum í 20 sveitarfélögum á umræddu tímabili. 

Fjölgun í öllum landshlutum nema Norðurlandi eystra

Fjölgun varð í öllum landshlutum nema Norðurlandi eystra. Hlutfallslega fjölgaði íbúum mest á Suðurnesjum eða um 4,9% og á Suðurlandi um 3,1%. Á Norðurlandi eystra fækkaði íbúum hins vegar um 0,3% sem er fækkun um 86.  Mest er fækkunin í Norðurþingi eða um 226 íbúa (6,9%) og í Þingeyjarsveit um 57 íbúa en fjölgun var í Akureyrarkaupstað um 101 íbúa. 

Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir sveitafélögum og samanburð við íbúatölur frá 1. desember 2017.  

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar