Þjóðskrá05. nóvember 2018

Skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög í nóvember 2018

Alls voru 65,6% landsmanna skráðir í Þjóðkirkjuna þann 1. nóvember sl. eða 232.905 manns.

Alls voru 65,6% landsmanna skráðir í Þjóðkirkjuna þann 1. nóvember sl. eða 232.905 manns. Frá 1. desember 2017 hefur þeim sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna fækkað um 2.186 manns eða 0,9%.

Á sama tímabili fjölgaði mest í kaþólska söfnuðinum um 439 manns eða um 3,3%. Í Siðmennt fjölgaði félagsmönnum um 414 manns eða um 18,2% og í Ásatrúarfélaginu um 337 manns.

Félagsmönnum fækkaði hlutfallslega mest í trúfélaginu Zuism eða um 192 manns sem er  9,9% fækkun.  Þess má geta að mest hlutfallsleg aukning var í stofnun múslima á Íslandi eða um 88,4%  sem er fjölgun um 76 meðlimi en í dag eru 162 meðlimir í trúfélaginu.

Fjölgar utan trú- og lífsskoðunarfélaga

Alls eru 24.599 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga þann 1. nóvember sl. og fjölgaði þeim um 2.057 frá 1. desember eða um 9,1%.

Hér má sjá töflu yfir fjölda skráðra  eftir trú- og lífsskoðunarfélög þann 1. nóvember sl.  og samanburð við tölur frá 1. desember 2017.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar