Þjóðskrá13. nóvember 2018

Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi í nóvember 2018

Alls voru 43.726 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi og fjölgaði þeim um 5.914 manns frá 1. desember sl. eða um 15,6%.

Alls voru 43.726 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi og fjölgaði þeim um 5.914 manns frá 1. desember sl. eða um 15,6%. 

Flestir erlendu ríkisborgaranna eru frá Póllandi eða 19.025 talsins og 4.038 einstaklingar eru með litháískt ríkisfang. 

Pólskum ríkisborgurum fjölgaði um rúmlega tvö þúsund frá 1. desember sl. og litháískum ríkisborgurum um 669. 

Rúmenskum ríkisborgurum fjölgaði um 453 á þessu tímabili eða úr 1.010 manns í 1.463 sem gera 44,8% fjölgun á 11 mánaða tímabili.

Fólki búsettu hér á landi fjölgaði um 7.892 og þar af erlendum ríkisborgurum um 5.914 manns. 

Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir ríkisfangi þann 1. desember 2017 og 1. nóvember sl. 


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar