Alls voru 44.156 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi 1. desember sl. og hefur þeim fjölgað um 6.344 manns frá því á sama tíma í fyrra eða um 16,8%.
Flestir erlendir ríkisborgarar eru frá Póllandi
Flestir erlendir ríkisborgarar eru frá Póllandi eða 19.190 og 4.094 einstaklingar eru með litháískt ríkisfang.
Pólskum ríkisborgurum hefur fjölgað um 2.180 á síðastliðnum tólf mánuðum eða um 12,8% og litháískum ríkisborgurum um 725 manns eða um 21,5%.
Hlutfallslega mest fjölgun hjá Króötum og Írökum
Af þeim ríkjum sem eru með yfir 100 ríkisborgara búsetta hér á landi fjölgaði Króötum hlutfallslega mest í ár, um 88%, eða úr 352 í 663 manns. Írökum fjölgaði úr 86 í 165 manns sem telst vera 92% fjölgun.
Alls fjölgaði íbúum landsins á sl. 12 mánuðum um 8.454 manns.
Innflytjendum hefur fjölgað um 67,6% á þremur árum
Frá 1. desember 2015 til 1. desember 2018 hefur erlendum ríkisborgurum fjölgað úr 26.387 í 44.156 manns. Þetta er fjölgun um 67,6% Á sama tímabili hefur hlutfall erlendra ríkisborgara aukist úr 7,9% í 12,4%.
Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir ríkisfangi þann 1. desember 2017 og 1. desember 2018.