Þjóðskrá Íslands hefur birt útgáfuáætlun frétta fyrir árið 2019. Þar má sjá yfirlit yfir fréttir með upplýsingum úr fasteignaskrá og almannaskrá sem áætlað er að birta á komandi ári auk frétta um aðra starfsemi sem fer fram hjá Þjóðskrá Íslands.
Reglulegar fréttir fyrir árið 2019 eru áætlaðar 150 talsins en voru 105 á árinu 2018. Helstu breytingar felast í fleiri fréttum úr almannaskrá auk þess sem helstu skýrslur eru dagsettar í útgáfuáætlun. Þessu til viðbótar birtir Þjóðskrá Íslands fréttir úr starfsemi stofnunarinnar eftir því sem við á hverju sinni.
Útgáfuáætlunin er birt með fyrirvara um breytingar.