Þann 1. janúar næstkomandi taka gildi ný lög um lögheimili og aðsetur (lög nr. 80/2018). Með lögunum taka gildi ýmsar breytingar er varðar tilkynningu og skráningu lögheimilis.
Helstu breytingarnar eru eftirfarandi:
• Flutning innanlands verður eingöngu hægt tilkynna með rafrænum hætti á vef Þjóðskrár Íslands, www.skra.is, eða á starfsstöðvum stofnunarinnar í Reykjavík og á Akureyri.
• Flutning til landsins verður hægt að tilkynna á starfsstöðvum Þjóðskrár Íslands og á skrifstofum lögregluembætta landsins.
• Hjónum er heimilt að hafa sitt hvort lögheimilið ef báðir aðilar samþykkja skráninguna.
• Víðtækari skilgreiningar verða á húsnæði sem skrá má lögheimili í, líkt og stofnanir fyrir aldraða, búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og áfangaheimili.
• Tímabil aðseturskráningar erlendis vegna náms eða veikinda er skilgreint í lögunum. Aðsetursskráning vegna veikinda gildir í ár í senn og fjögur ár vegna náms. Að fresti loknum þarf endurnýja staðfestingu á námi eða veikindum.
• Þinglýstir eigendur fasteigna bera ábyrgð á að skráning lögheimilis aðila sem hafa fasta búsetu í húsnæði í þeirra eigu sé rétt. Þinglýstir eigendur munu fá tilkynningu í pósthólf sitt á Ísland.is þegar aðilar skrá lögheimili sitt í fasteign í þeirra eigu.
• Skráning lögheimilis á íbúðir tekur gildi 1. janúar 2020. Með því að skrá lögheimili á íbúðir en ekki bara heimilisfang verður skráning lögheimilis mun nákvæmari en áður.
Þjóðskrá Íslands leggur áherslu á að vera skilvirk, sjálfvirk og snjöll en samkvæmt nýju lögunum er stofnuninni heimilt að viðhafa málsmeðferð vegna lögheimilismála með rafrænum hætti og teljast því tilkynningar í pósthólf á Ísland.is sem fullnægjandi birting.
Helstu breytingarnar eru eftirfarandi:
• Flutning innanlands verður eingöngu hægt tilkynna með rafrænum hætti á vef Þjóðskrár Íslands, www.skra.is, eða á starfsstöðvum stofnunarinnar í Reykjavík og á Akureyri.
• Flutning til landsins verður hægt að tilkynna á starfsstöðvum Þjóðskrár Íslands og á skrifstofum lögregluembætta landsins.
• Hjónum er heimilt að hafa sitt hvort lögheimilið ef báðir aðilar samþykkja skráninguna.
• Víðtækari skilgreiningar verða á húsnæði sem skrá má lögheimili í, líkt og stofnanir fyrir aldraða, búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og áfangaheimili.
• Tímabil aðseturskráningar erlendis vegna náms eða veikinda er skilgreint í lögunum. Aðsetursskráning vegna veikinda gildir í ár í senn og fjögur ár vegna náms. Að fresti loknum þarf endurnýja staðfestingu á námi eða veikindum.
• Þinglýstir eigendur fasteigna bera ábyrgð á að skráning lögheimilis aðila sem hafa fasta búsetu í húsnæði í þeirra eigu sé rétt. Þinglýstir eigendur munu fá tilkynningu í pósthólf sitt á Ísland.is þegar aðilar skrá lögheimili sitt í fasteign í þeirra eigu.
• Skráning lögheimilis á íbúðir tekur gildi 1. janúar 2020. Með því að skrá lögheimili á íbúðir en ekki bara heimilisfang verður skráning lögheimilis mun nákvæmari en áður.
Þjóðskrá Íslands leggur áherslu á að vera skilvirk, sjálfvirk og snjöll en samkvæmt nýju lögunum er stofnuninni heimilt að viðhafa málsmeðferð vegna lögheimilismála með rafrænum hætti og teljast því tilkynningar í pósthólf á Ísland.is sem fullnægjandi birting.