Þjóðskrá03. janúar 2019

Íbúafjöldi eftir sveitarfélögum - janúar 2019

Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 134 á tímabilinu frá 1. desember 2018 til 1. janúar sl. Hlutfallsleg fjölgun var 0,1% í höfuðborginni. Það sveitarfélag sem kom næst var Kópavogur með 77 íbúa sem er 0,2% fjölgun síðastliðinn mánuð.

Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 134 á tímabilinu frá 1. desember 2018 til 1. janúar sl. Hlutfallsleg fjölgun var 0,1% í höfuðborginni. Það sveitarfélag sem kom næst var Kópavogur með 77 íbúa sem er 0,2% fjölgun síðastliðinn mánuð. 
Á umræddu tímabili fjölgaði íbúum Mosfellsbæjar hlutfallslega mest af sveitarfélögum á höfuð-borgarsvæðinu eða um 0,5% sem er fjölgun uppá 59 íbúa.

Hlutfallslega mest fjölgun í Súðavíkurhreppi

Þegar horft er til alls landsins þá fjölgaði íbúum Súðavíkurhrepps hlutfallslega mest eða um 2,5% en íbúum þar fjölgaði úr 199 í 204 íbúa.  
Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, um 2,0% og í Hvalfjarðarsveit um 1,8%. 
Þá fækkaði íbúum í 28 sveitarfélögum af 72 sveitarfélögum landsins í desember.  Þar af fækkaði íbúum 6 sveitafélaga af 10 á Vesturlandi.  

 

Fækkun í þremur landshlutum af átta

Fækkun varð í þremur landshlutum. Íbúum fækkaði á Vesturlandi um 38 íbúa sem er 0,2% fækkun.  Ennfremur var lítilsháttar fækkun á Austurlandi og á  Vestfjörðum fækkaði um tvo íbúa. 

Hlutfallslega mest fjölgun varð á Suðurnesjum eða um 0,3% eða um 69 íbúa. Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaðu um 312 íbúa eða um 0,1%.

Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir sveitafélögum og samanburð við íbúatölur frá 1. desember 2018.  
Þjóðskrá Íslands birtir hér eftir mánaðarlega upplýsingar um íbúafjölda eftir sveitafélögum.  Upplýsingarnar byggjast á skráðri búsetu einstaklinga í þjóðskrá þann 1. hvers mánaðar. 


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar