Í ljósi nýgengins úrskurðar Persónuverndar um notkun Reykjavíkurborgar og rannsakenda við Háskóla Íslands á persónuupplýsingum frá Þjóðskrá Íslands fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí 2018 vill Þjóðskrá Íslands taka fram að þátt stofnunarinnar í málinu má rekja til mannlegra mistaka. Þjóðskrá Íslands afhenti fyrir mistök upplýsingar um kyn og ríkisfang einstaklinga.
Eftir að Persónuvernd hóf athugun sína og upplýsti Þjóðskrá Íslands um málið hófst vinna við endurskoðun verkferla til að fyrirbyggja að óþarfa persónuupplýsingar séu látnar af hendi í gagnavinnslum hjá stofnuninni.