Alls voru 45.130 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi þann 1. mars sl. og hefur þeim fjölgað um 974 frá 1. desember 2018.
Erlendir þegnar frá 158 ríkjum eru búsettir hér á landi
Flestir erlendir ríkisborgarar eru frá Póllandi eða 19.466 og 4.224 einstaklingar eru með litháískt ríkisfang.
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði um 276 frá 1. desember 2018 og litháískum ríkisborgurum fjölgaði um 130 á sama tímabili.
Alls eru búsettir erlendir þegnar frá 158 ríkjum hér á landi í dag. Flestir frá Póllandi eins og áður segir en einn einstaklingur frá 23 ríkjum þar á meðal Kirgistan, Fidji-eyjum og Belís.
Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir ríkisfangi 1. desember 2017 og 2018 og 1. mars sl.
Þessar tölur eru byggðar á skráningu í þjóðskrá á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi eftir ríkisfangi.
Útgáfuáætlun ÞÍ.
Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.