Alls voru 47.278 íslenskir ríkisborgarar með skráða búsetu erlendis þann 1. desember síðastliðinn. Flestir voru búsettir í Danmörku eða alls 10.952 einstaklingar, 9.501 einstaklingar voru búsettir í Noregi og 8.705 einstaklingar í Svíþjóð. Þar á eftir voru flestir búsettir í Bandaríkjunum eða 6.492 einstaklingar og 2.406 í Bretlandi.
Þessar upplýsingar ásamt fleirum koma fram í Ég og
þú – yfirlit yfir skráningu einstaklingasem Þjóðskrá Íslands gaf út 22. mars síðastliðinn.