Þjóðskrá25. mars 2019

Nafngjafir - leiðrétting

Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman leiðréttar tölur yfir vinsælustu nafngjafir síðasta árs.

Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman leiðréttar tölur yfir vinsælustu nafngjafir síðasta árs. Þar kemur fram að karlmannsnafnið Aron var vinsælasta nafnið fyrir sveinbörn á síðasta ári og Embla var vinsælasta kvenmannsnafnið. 


Alls voru 51 sveinbörnum gefið nafnið Aron en næst kemur nafnið Alexander en 37 sveinbörnum var gefið það nafn. Þriðja algengasta karlmannsnafnið var Emil. Af stúlkunöfnum voru 26 stúlkur skírðar Embla og 24 stúlkum gefið nafnið Emilía. Í þriðja sæti koma svo nöfnin Freyja, Hekla og Sara. 


Upplýsingar um nafngjafir og vinsælustu nöfn á Íslandi árið 2018 má finna í Ég og þú – Yfirlit yfir skráningu einstaklinga sem kom út 22. mars síðastliðinn. 


Frétt frá 21. janúar  hefur verið leiðrétt til samræmis.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar