Þjóðskrá06. maí 2019

Skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög í maí 2019

Alls hefur skráðum í Þjóðkirkjuna fækkað um 420 manns á tímabilinu frá 1. desember á síðasta ári til 1. maí.

Alls hefur skráðum í Þjóðkirkjuna fækkað um 420 manns á tímabilinu frá 1. desember á síðasta ári til 1. maí.  Nú eru 232.252 einstaklingar skráðir í  Þjóðkirkjuna.

Fjölgun mest í kaþólska söfnuðinum, Siðmennt og Ásatrúarfélaginu

Á sama tímabili fjölgaði í kaþólska söfnuðinum um 270 manns eða um 1,9% og í Siðmennt um 168 manns eða um 6,0%. Aukning var einnig í Ásatrúarfélaginu eða um 130 manns sem er 2,9%. 

Fjölgar hjá þeim sem eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga

Alls voru 25.236 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga þann 1. maí sl. og fjölgaði þeim um 473 frá 1. desember 2018 eða um 1,9%.

Hér má sjá töflu yfir fjölda skráðra eftir trú- og lífsskoðunarfélög þann 1. maí sl.  og samanburð við tölur frá 1. desember 2017 og 2018.

 

Tölurnar byggja á skráningu einstaklinga í trúfélög samkvæmt skráningu í þjóðskrár Íslands.

Skrá á póstlista ÞÍ.

Útgáfuáætlun ÞÍ.


Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar