Þjóðskrá19. júní 2019

Lög um kynrænt sjálfræði

Lög um kynrænt sjálfræði voru samþykkt á Alþingi 18. júní og taka gildi við birtingu í stjórnartíðindum.

Lög um kynrænt sjálfræði voru samþykkt á Alþingi 18. júní og taka gildi við birtingu í stjórnartíðindum.

Lög þessi kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina sjálfir kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Einnig er lögunum ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi.

Þjóðskrá Íslands fagnar þessum breytingum og vinnur að því að geta tekið við tilkynningum sem lögin kveða á um og verður þeirri vinnu lokið fyrir birtingu laganna. Upplýsingar um tilkynningarferlið verða birtar hér á vefnum eins fljótt og auðið er.

Rétt er að árétta það að samkvæmt lögunum hefur stofnunin 18 mánaða frest til að aðlaga skráningarkerfi stofnunarinnar að skráningu hlutlauss kyns. Um leið og slík skráning er möguleg verður tilkynnt um það hér á vef stofnunarinnar.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar