Alls voru skráðir 1.065 fæddir einstaklingar á 2. ársfjórðungi ársins, 1.584 nýskráðir erlendir ríkisborgarar og 36 nýskráðir Íslendingar en það eru íslensk börn sem fædd eru erlendis. Alls var tilkynnt um 581 andlát.
Á fyrri hluta ársins voru 2.078 fæddir einstaklingar skráðir í þjóðskrá sem er aukning frá sama tíma í fyrra þegar 1.966 einstaklingar voru skráðir þetta er aukning um 5,7%.
Samdráttur var hins vegar í skráningu erlendra ríkisborgara til landsins. Á fyrri hluta árs voru 3.211 erlendir ríkisborgarar skráðir til landsins en á sama tíma í
fyrra voru þeir 5.562. þetta er samdráttur upp á 42,3%.
Hér má sjá fjölda breytinga eftir helstu flokkum eftir ársfjórðungi sl. þrjú ár.
Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.