Myndin sýnir fjölda innskráninga gegnum innskráningarþjónustu Ísland.is
Innskráningarþjónusta Ísland.is býður upp á innskráningu inn á vefi yfir 200 þjónustuveitenda og að jafnaði 25 þúsund manns nýta sér þjónustuna daglega. Í júlí 2019 voru samtals 628.511 innskráningar. Í júlí 2018 voru innskráningar samtals 420.479 og fjölgar því innskráningum um 49% frá sama tíma í fyrra. Samtals hafa 9.516.092 innskráningar verið skráðar síðastliðna 12 mánuði.
Íslykill er hluti af innskráningarþjónustu Ísland.is en þar er líka hægt að nota rafræn skilríki í síma og á kortum. Þann 1. ágúst 2019 höfðu verið gefnir út 281.377 Íslyklar til einstaklinga og 17.120 til fyrirtækja. Hlutfallsleg notkun innskráningarleiða síðastliðinn mánuð er: Íslykill 30,1%, rafræn skilríki á korti 0,37% og rafræn skilríki í farsíma 69,0%.
Hægt er að nálgast ofangreindar upplýsingar í meðfylgjandi Excel skjali.
Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.