Þjóðskrá Íslands hlýtur jafnlaunavottun

23.09.2019

Þjóðskrá Íslands hlýtur jafnlaunavottun

Þjóðskrá Íslands hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012.
Jafnlaunakerfið og jafnlaunastefnan nær yfir alla starfsmenn stofnunarinnar og er hluti af jafnréttisáætlun Þjóðskrár Íslands. Helsta markmiðið er að jafna stöðu allra kynja hjá stofnuninni í samræmi við lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt. Í þessu felst að Þjóðskrá Íslands mun tryggja að öll kyn njóti sömu tækifæra til þjálfunar og frama og að starfsmenn séu metnir að verðleikum óháð kyni.

Jafnframt vinnur Þjóðskrá Íslands markvisst að því að störf innan stofnunarinnar séu ekki flokkuð sem sérstök kynjastörf og að launaákvarðanir miðist við að allir starfsmenn njóti sömu kjara fyrir jafn verðmæt störf. 

Vottun hf. sá um úttekt á jafnlaunakerfinu í ágúst og í kjölfarið fékk stofnunin afhent vottunarskjal föstudaginn 13. september og var því fagnað í föstudagskaffi starfsmanna. 


    Til baka