Þjóðskrá01. október 2019

Innskráningarþjónusta Ísland.is og Íslyklar í september 2019

Innskráningarþjónusta Ísland.is býður upp á innskráningu inn á vefi yfir 200 þjónustuveitenda og að jafnaði 55 þúsund manns nýta sér þjónustuna daglega.

Mynd sem sýnir tímaröð fyrir innskráningar á Ísland.is

Innskráningarþjónusta Ísland.is býður upp á innskráningu inn á vefi yfir 200 þjónustuveitenda og að jafnaði 55 þúsund manns nýta sér þjónustuna daglega. Í september 2019 voru samtals 1.712.220 innskráningar. Í september 2018 voru innskráningar samtals 777.538 og fjölgar því innskráningum um 120% frá sama tíma í fyrra. Samtals hafa 11.186.346 innskráningar verið skráðar síðastliðna 12 mánuði.

Íslykill er hluti af innskráningarþjónustu Ísland.is en þar er líka hægt að nota rafræn skilríki í síma og á kortum. Þann 1. október 2019 höfðu verið gefnir út 289.483 Íslyklar til einstaklinga og 17.787 til fyrirtækja. Hlutfallsleg notkun innskráningarleiða síðastliðinn mánuð er: Íslykill 44,60%, rafræn skilríki á korti 0,20% og rafræn skilríki í farsíma 54,95%.

Hægt er að nálgast ofangreindar upplýsingar í meðfylgjandi excel skjali.

Skrá á póstlista ÞÍ.

Útgáfuáætlun ÞÍ.

Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar