Viðmiðunardagur fyrir komandi sameiningarkosningar á Austurlandi er 5. október næstkomandi. Um er að ræða sameiningarkosningar þar sem íbúar taka afstöðu til sameiningar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Finna má bækling um kosningarnar á vef sveitarfélaganna svausturland.is.
Flutningur á lögheimili á milli sveitarfélaga og innan sveitarfélags, sem á sér stað eftir 5. október nk. hefur ekki áhrif á útgefinn kjörskrárstofn. Þetta þýðir að tilkynningar um lögheimilisbreytingar þurfa að berast í síðasta lagi 4. október eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag.
Í sameiningarkosningum eiga námsmenn sem búsettir eru á Norðurlöndunum rétt á því að vera teknir á kjörskrá en þeir þurfa að sækja sérstaklega um það hjá Þjóðskrá Íslands á þar til gerðu eyðublaði K-101 ásamt því að skila inn staðfestingu á námsvist. Hægt er að kjósa í sendiráðum Íslands í viðkomandi landi.