Þjóðskrá04. nóvember 2019

Íbúafjöldi eftir sveitarfélögum - nóvember 2019

Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 2.239 á tímabilinu frá 1. desember 2018 til 1. nóvember sl. Þetta er hlutfallsleg fjölgun upp á 1,7%.

Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 2.239 á tímabilinu frá 1. desember 2018 til 1. nóvember sl. Þetta er hlutfallsleg fjölgun upp á  1,7%. Þau sveitarfélög sem næst komu voru

Kópavogur með 887 íbúa eða 2,4% fjölgun og Mosfellsbæ með 574 íbúa eða 5,0% fjölgun.

 

Hlutfallslega mest fjölgun í Fljótsdalshrepps

Þegar horft er til alls landsins þá fjölgaði íbúum Fljótsdalshrepps hlutfallslega mest eða um 12,3%, um 9 íbúa eða úr 73 í 82 íbúa.

Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Langanesbyggð, um 5,3% og í Dalabyggð um 4,3%. Þá fækkaði íbúum í 10 af 72 sveitarfélögum landsins frá 1. desember síðastliðinn

Fjölgar í öllum landshlutum

Lítilsháttar fjölgun hefur orðið í öllum landshlutum frá 1. desember síðastliðnum.

Hlutfallslega mest fjölgun varð á Suðurlandi. Þar fjölgaði um 988 íbúa eða 3,3%. Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um 4.492 eða 2,0% og íbúum á Suðurnesjum fjölgaði um 728 eða 2,7%.

Íbúum landsins hefur fjölgað um 6.722 manns eða 1,9% á ofangreindu tímabili. Þann 1. nóvember sl. voru 363.393 einstaklingar skráðir með búsetu hér á landi samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.

Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir sveitafélögum þann 1. nóvember sl. og samanburð við íbúatölur frá 1. desember 2017 og 2018.  

Tölurnar byggja á skráningu einstaklinga í sveitarfélög samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.

Skrá á póstlista markaðsfrétta ÞÍ.

Útgáfuáætlun ÞÍ.

Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar