Alls hefur skráðum í Þjóðkirkjuna fækkað um 1.243 manns á tímabilinu frá 1. desember á síðasta ári til 1. nóvember. Nú eru 231.429 einstaklingar skráðir í Þjóðkirkjuna.
Fjölgun mest í kaþólska söfnuðinum og í siðmennt
Á sama tímabili fjölgaði í kaþólska söfnuðinum um 602 manns eða um 4,3% og í Siðmennt um 526 manns eða um 18,7%. Aukning var einnig í Ásatrúarfélaginu eða um 255 manns sem er 5,8% fjölgun.
Nýtt trúfélag kemur fram og það fimmtugasta!
Nýtt trú- og lífsskoðunarfélag var skráð í síðasta mánuði, demantsleið búddismans og eru nú skráðir níu einstaklingar í trúfélagið. Nú eru skráð trú- og lífsskoðunarfélög alls 50 talsins og eru 15 þeirra með yfir 500 meðlimi.
Alls voru 25.785 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga þann 1. nóvember sl. og fjölgaði þeim um 1.022 frá 1. desember sl. eða um 4,1%. Alls eru því 7,1% landsmanna utan trú- og lífsskoðunarfélaga.
Hér má sjá töflu yfir fjölda skráðra eftir trú- og lífsskoðunarfélög þann 1. nóvember sl. og samanburð við tölur frá 1. desember 2017 og 2018.
Skrá á póstlista markaðsfrétta ÞÍ.
Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.