Þjóðskrá Íslands fékk viðurkenningu fyrir að hafa náð skrefi 2 í innleiðingu Grænna skrefa í ríkisrekstri. Eftir úttekt Umhverfisstofnunar tók Margrét Hauksdóttir forstjóri við viðurkenningu úr hendi Hildar Harðardóttur sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Úttekt Umhverfisstofnunar fór fram 28. október á starfsstöð Þjóðskrár Íslands í Borgartúni en úttekt á starfstöðinni á Akureyri fer fram síðar í nóvember.
Áfram verður unnið ötullega að innleiðingu frekari skrefa í verkefninu, bæði í starfsstöðinni í Borgartúni 21 og einnig á Akureyri. Þjóðskrá Íslands hvetur starfsmenn sína til notkunar vistvæns ferðamáta, að hjóla, ganga eða taka strætó í vinnuna. Fjölmargir starfsmenn nýta sér samgöngustyrk ÞÍ allan ársins hring sem hefur gefist vel.
Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands og Hildur Harðardóttir sérfræðingur Umhverfisstofnunar.